Innlent

Skulu veita upplýsingar um viðskipti með hlutabréf

Mynd/GVA
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms um að bönkum beri að veita Ríkisskattstjóra sundurliðaðar upplýsingar um öll viðskipti með hlutabréf sem þeir hafa umsjá með í samræmi við það sem getið er um í lögum um tekjuskatt og eignaskatt. Það ákvæði er þar með sett rétthærra ákvæði um þagnarskyldu í lögum um fjármálafyrirtæki. Þá ber bönkunum að greiða málskostnað í ríkissjóð samkvæmt dómsorði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×