Innlent

Býst ekki við misskilningi

Guðbjörg Sigurðardóttir, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, segir að hún búist ekki við miklum misskilningi vegna vefsíðunnar island.is. Hún segir að Íslenskir netnotendur séu vanir því að heiti vefslóða séu ekki með íslenskum stöfum.

Netvistun ehf. sendi frá sér fréttatilkynningu vegna vefsíðunnar island.is sem Forsætisráðuneytið hefur verið að kynna. Vefsíðan hefur verið kynnt sem ísland.is með íi en það lén er í eigu Netvistunnar. Forsætisráðuneytið á hinsvegar lénið island.is.

„Verkefnið hefur gengið undir nafninu „Þjónustuveitan ísland.is". Þegar talað og skrifað er um vefsvæðið er afkáralegt nota ekki íslensku. Logoið er engu að síður island.is," segir Guðbjörg.

„Mér þykir það leiðinlegt ef umræðan á snúast í þessa átt en ekki að þeirri tímamóta þjónustuveitu sem island.is er," segir Guðbjörg að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×