Innlent

Segir vinnubrögð utanríkisráðuneytisins forkastanleg

Sighvatur Björgvinsson, forstjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, segir vinnubrögð utanríkisráðuneytisins forkastanleg og það beri vott um valdhroka að leggja stofnunina niður og sameina ráðuneytinu. Hann segir þetta svipað og að leggja Vegagerðina niður og sameina samgönguráðuneytinu.

Starfsfólki Þróunarsamvinnustofnunar var greint frá þeirri ákvörðun Utanríkisráðuneytisins í gær að til stæði að leggja stofnunina niður í núverandi mynd og sameina starfsemi hennar annarri starfsemi ráðuneytisins. Með því fengistt heildarsýn á þróunarsamvinnu sem heyrði undir utanríkisráðuneytið. Sighvatur Björgvinnsson forstjóri stofnunarinnar sem staddur er í Malawi er ósáttur við þessa ákvörðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×