Stækkun álversins hafnað 1. apríl 2007 09:00 Íbúar í Hafnarfirði höfnuðu í kosningum í gær tillögu um breytt deiliskipulag vegna stækkunar álvers Alcan í Straumsvík. Gríðarlega mjótt var á mununum milli fylkinganna tveggja. Af þeim 16.647 Hafnfirðingum sem voru á kjörskrá greiddu 12.747 atkvæði, eða 76,6 prósent. Munurinn á fylkingunum tveimur var því aðeins 88 atkvæði. Nei sögðu 6.382, eða 50,3 prósent af gildum atkvæðum, og já sögðu 6.294, eða 49,3 prósent. Auðir seðlar og ógildir voru 71. Pétur Óskarsson, talsmaður Sólar í Straumi, var ánægður með niðurstöðu kosninganna. „Það verður óbreytt ástand í Hafnarfirði eins og áður en þessi tillaga kom til. Ég held líka að Hafnfirðingar verði fljótir að ná sér eftir þetta. Þetta var ákvörðun sem við þurftum að taka og nú liggur niðurstaðan fyrir. Við byrjum svo að lifa með þessu á morgun,“ sagði Pétur. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, var ánægður með framkvæmd kosninganna og hina miklu þátttöku íbúa bæjarins. „Það liggur fyrir niðurstaða íbúa bæjarins sem fjölmenntu í þessa kosningu og tóku virkan þátt í að taka ákvörðun í þessu máli. Þetta var mjög glæsileg þátttaka og markar tímamót í kosningum í formi íbúalýðræðis. Munurinn er auðvitað lítill, en það er engu að síður niðurstaða sem við verðum að virða,“ sagði Lúðvík. Bæjarstjórinn sagði lengi hafa legið ljóst fyrir að skoðanir væru skiptar. Hann teldi hina harðvítugu baráttu andstæðra fylkinga í þessu máli þó ekki eiga eftir að draga dilk á eftir sér. „Hafnfirðingar eru skynsamt og ábyrgt fólk og við höfum gengið í gegnum ýmsa hluti í gegnum tíðina. Þessi kosning er búin að vera ströng og hörð, en við munum ná saman í þessum málum skjótt og fljótt. Það er bjart fram undan í Hafnarfirði og okkar tækifæri og möguleikar eru öll til staðar.Það er enginn heimsendir eða endalok í þessu máli. Síður en svo,“ sagði Lúðvík. Stuðningsmenn stækkunar álversins í Straumsvík voru vonsviknir þegar lokatölur lágu fyrir í seint í gærkvöldi. Vonbrigðin leyndu sér ekki í andliti fólksins sem hafði safnast saman í Hafnarborg í Hafnarfirði. Rannveig Rist, forstjóri Alcan, ávarpaði hópinn og þakkaði fyrir þá vinnu sem starfsmenn höfðu lagt á sig í kosningabaráttunni. Hún sagði alla hafa lagt hart að sér og rekið málefnalega baráttu. Það hefði verið á brattan að sækja og mikið áunnist á stuttum tíma. Hvorki náðist í Rannveigu Rist, forstjóra Alcan á Íslandi, né Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúa fyrtækisins, eftir að úrslitin voru ljós og áður en blaðið fór í prentun. Í viðtali á Stöð 2 í gær sagði Rannveig þegar andstæðingar stækkunarinnar höfðu náð forskoti eftir að fyrstu tölur birtust að álverinu yrði líklega lokað ef ekki yrði af stækkun. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sjá meira
Íbúar í Hafnarfirði höfnuðu í kosningum í gær tillögu um breytt deiliskipulag vegna stækkunar álvers Alcan í Straumsvík. Gríðarlega mjótt var á mununum milli fylkinganna tveggja. Af þeim 16.647 Hafnfirðingum sem voru á kjörskrá greiddu 12.747 atkvæði, eða 76,6 prósent. Munurinn á fylkingunum tveimur var því aðeins 88 atkvæði. Nei sögðu 6.382, eða 50,3 prósent af gildum atkvæðum, og já sögðu 6.294, eða 49,3 prósent. Auðir seðlar og ógildir voru 71. Pétur Óskarsson, talsmaður Sólar í Straumi, var ánægður með niðurstöðu kosninganna. „Það verður óbreytt ástand í Hafnarfirði eins og áður en þessi tillaga kom til. Ég held líka að Hafnfirðingar verði fljótir að ná sér eftir þetta. Þetta var ákvörðun sem við þurftum að taka og nú liggur niðurstaðan fyrir. Við byrjum svo að lifa með þessu á morgun,“ sagði Pétur. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, var ánægður með framkvæmd kosninganna og hina miklu þátttöku íbúa bæjarins. „Það liggur fyrir niðurstaða íbúa bæjarins sem fjölmenntu í þessa kosningu og tóku virkan þátt í að taka ákvörðun í þessu máli. Þetta var mjög glæsileg þátttaka og markar tímamót í kosningum í formi íbúalýðræðis. Munurinn er auðvitað lítill, en það er engu að síður niðurstaða sem við verðum að virða,“ sagði Lúðvík. Bæjarstjórinn sagði lengi hafa legið ljóst fyrir að skoðanir væru skiptar. Hann teldi hina harðvítugu baráttu andstæðra fylkinga í þessu máli þó ekki eiga eftir að draga dilk á eftir sér. „Hafnfirðingar eru skynsamt og ábyrgt fólk og við höfum gengið í gegnum ýmsa hluti í gegnum tíðina. Þessi kosning er búin að vera ströng og hörð, en við munum ná saman í þessum málum skjótt og fljótt. Það er bjart fram undan í Hafnarfirði og okkar tækifæri og möguleikar eru öll til staðar.Það er enginn heimsendir eða endalok í þessu máli. Síður en svo,“ sagði Lúðvík. Stuðningsmenn stækkunar álversins í Straumsvík voru vonsviknir þegar lokatölur lágu fyrir í seint í gærkvöldi. Vonbrigðin leyndu sér ekki í andliti fólksins sem hafði safnast saman í Hafnarborg í Hafnarfirði. Rannveig Rist, forstjóri Alcan, ávarpaði hópinn og þakkaði fyrir þá vinnu sem starfsmenn höfðu lagt á sig í kosningabaráttunni. Hún sagði alla hafa lagt hart að sér og rekið málefnalega baráttu. Það hefði verið á brattan að sækja og mikið áunnist á stuttum tíma. Hvorki náðist í Rannveigu Rist, forstjóra Alcan á Íslandi, né Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúa fyrtækisins, eftir að úrslitin voru ljós og áður en blaðið fór í prentun. Í viðtali á Stöð 2 í gær sagði Rannveig þegar andstæðingar stækkunarinnar höfðu náð forskoti eftir að fyrstu tölur birtust að álverinu yrði líklega lokað ef ekki yrði af stækkun.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sjá meira