Innlent

Á tvöföldum hámarkshraða undir áhrifum áfengis

MYND/Guðmundur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði tvo ökumenn fyrir hraðakstur í gær. Annar þeirra var kona sem mældist á 109 kílómetra hraða í Kópavogi þar sem hámarkshraði er 50 og var hún þar að auki búin að neyta áfengis.

Þá stöðvuðu lögreglumenn för karlmanns á sextugsaldri í gær en sá ók bíl þrátt fyrir að vera nýbúinn að missa bílprófið. Fyrir brotið í gær á maðurinn yfir höfði sér 60 þúsund króna sekt.

Tuttugu umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gær og segir lögregla það í minna lagi enda hafi umferin gengið vel fyrir sig. Óhöppin voru nær öll minniháttar en í einu tilviki kvartaði ökumaður undan eymslum í hálsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×