Fluttur á sjúkrahús með höfuðáverka 6. mars 2007 00:01 MYND/Vilhelm Um helgina fór fram bikarmót í áhaldafimleikum í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Sveitir Gerplu fóru með sigur af hólmi í frjálsum æfingum í karla- og kvennaflokki. Einn keppandinn úr karlaflokki Gerplu, Róbert Kristmannsson, fór heldur illa í afstökki af svifrá. „Þetta var ansi skrautlegt en ég er sem betur fer alveg heill," sagði Róbert sem lenti á höfðinu og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús. „Ég tek því rólega í tvo daga og ætti svo að geta haldið áfram af fullum krafti." Hann segist hafa áttað sig á því um leið hvað væri í vændum. „Ég vissi að ég var ekki að ná að gera það sem ég ætlaði mér. Ég vissi ekkert hvar ég var staddur í loftinu. Ég lenti svo á hnakkanum, fæ andlitið í bringuna og fæturnir fara yfir mig og í gólfið." Læknirinn á svæðinu kom um leið að Róberti og gætti sín á því að hann hreyfði sig ekki neitt. „Hann vildi ekki taka neina áhættu og kallaði á sjúkrabíl. Ég fann sjálfur að ég væri í lagi en það er aldrei að vita hvað gerist í svona aðstæðum." Hann gat svo mætt aftur næsta dag og fagnað sigrinum á mótinu með sínum liðsfélögum. „Þetta er nú í fyrsta skiptið sem eitthvað svona lagað kemur fyrir mig. Ég var búinn að gera allar æfingarnar í upphitun án vandræða. Svo bara gerist eitthvað hjá mér sem ég kann ekki að útskýra." Róbert var þó á sínu síðasta áhaldi og „kláraði" því mótið eins og hann ætlaði sér. Það er mikið um að vera í íslenskum fimleikum þessar vikurnar. Um næstu helgi fer fram Íslandsmótið í hópfimleikum þar sem í fyrsta sinn verður keppt í flokki þar sem keppendur af báðum kynjum eru saman í hópum. Um þarnæstu helgi fer svo fram Íslandsmótið í áhaldafimleikum þar sem Róbert mun keppa að óbreyttu. Norðurlandamótið í hópfimleikum fer fram í næsta mánuði þar sem Ísland mun eiga fjögur lið. Innlendar Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Sjá meira
Um helgina fór fram bikarmót í áhaldafimleikum í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Sveitir Gerplu fóru með sigur af hólmi í frjálsum æfingum í karla- og kvennaflokki. Einn keppandinn úr karlaflokki Gerplu, Róbert Kristmannsson, fór heldur illa í afstökki af svifrá. „Þetta var ansi skrautlegt en ég er sem betur fer alveg heill," sagði Róbert sem lenti á höfðinu og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús. „Ég tek því rólega í tvo daga og ætti svo að geta haldið áfram af fullum krafti." Hann segist hafa áttað sig á því um leið hvað væri í vændum. „Ég vissi að ég var ekki að ná að gera það sem ég ætlaði mér. Ég vissi ekkert hvar ég var staddur í loftinu. Ég lenti svo á hnakkanum, fæ andlitið í bringuna og fæturnir fara yfir mig og í gólfið." Læknirinn á svæðinu kom um leið að Róberti og gætti sín á því að hann hreyfði sig ekki neitt. „Hann vildi ekki taka neina áhættu og kallaði á sjúkrabíl. Ég fann sjálfur að ég væri í lagi en það er aldrei að vita hvað gerist í svona aðstæðum." Hann gat svo mætt aftur næsta dag og fagnað sigrinum á mótinu með sínum liðsfélögum. „Þetta er nú í fyrsta skiptið sem eitthvað svona lagað kemur fyrir mig. Ég var búinn að gera allar æfingarnar í upphitun án vandræða. Svo bara gerist eitthvað hjá mér sem ég kann ekki að útskýra." Róbert var þó á sínu síðasta áhaldi og „kláraði" því mótið eins og hann ætlaði sér. Það er mikið um að vera í íslenskum fimleikum þessar vikurnar. Um næstu helgi fer fram Íslandsmótið í hópfimleikum þar sem í fyrsta sinn verður keppt í flokki þar sem keppendur af báðum kynjum eru saman í hópum. Um þarnæstu helgi fer svo fram Íslandsmótið í áhaldafimleikum þar sem Róbert mun keppa að óbreyttu. Norðurlandamótið í hópfimleikum fer fram í næsta mánuði þar sem Ísland mun eiga fjögur lið.
Innlendar Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Sjá meira