Innlent

Lögreglan á Selfossi hefur afskipti af veitinga- og skemmtistöðum

Lögreglan á Selfossi þurfti að hafa afskipti af fjórum veitinga- og skemmtistöðum um helgina vegna þess að þeir höfðu ekki tilskylin leyfi fyrir starfsemina. Um er að ræða vínveitinga- og skemmtanaleyfi en leyfin voru útrunnin eða þau höfðu ekki verið fengin. Þá hafa ýmiss félagasamtök komið sér upp aðstöðu fyrir starfsemi sína og haldið samkvæmi í húskynnum sínum eða leigt út húsnæðið til annarra aðila. Lögreglan vekur athygli á að til að halda slík samkvæmi þarf veitinga- og skemmtanaleyfi sem sótt er um hjá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×