Innlent

137 verkefni hjá lögreglunni á Akranesi

Frá Akranesi
Frá Akranesi Mynd/Vísir

Lögreglan á Akranesi sinnti alls 137 verkefnum í síðustu viku en þar af voru um 80 sem tengdust umferðinni. Ellefu ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur. Nokkur hálka var á vegum og því voru ökumenn ekki að keyra eftir aðstæðum. Lögreglan á Akranesi hefur unnið að átaki síðustu daga, en settar voru áminningar á 17 vörubíla og vinnuvélar sem lagt hafði verið á götum, einkalóðum í íbúðahverfum eða á almennum bifreiðastæðum bæjarins. Ekki er leyfilegt að leggja farartækjum þyngri en 3,5 tonn á áðurnefndum svæðum. Verði ekki mark tekið á áminningunum, geta umráðamenn farartækja sem eru yfir 3,5 tonn að þyngd eiga von á sektum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×