Kostaði meira en hálfa milljón að laga skemmdir 16. júní 2006 07:45 Grímsbær Veggir hans eru oft útkrotaðir og námu skemmdir á byggingunni yfir hálfri milljón króna á síðasta ári. Rætt hefur verið um að setja upp eftirlitsmyndavélar við húsið. Kristinn Guðmundsson, umsjónarmaður Fasteignafélagsins Stoða, segir kostnað vegna skemmda á verslunarmiðstöðinni Grímsbæ við Bústaðaveg hljóða upp á 572.889 krónur á síðasta ári. "Stærstur hluti kostnaðarins var lagfæringar vegna flísa- og rúðubrota. Þá er kostnaður við hreinsun veggjakrots í ár kominn upp í sextíu þúsund krónur, sem er veruleg aukning frá í fyrra. Veggjakrotið er háþrýstiþvegið og kostar hver þvottur á milli tuttugu til þrjátíu þúsund krónur. Þá hefur verið krotað á veggi innandyra en leigjendur hússins hafa séð um að mála þann hluta þannig að kostnaður við að fá málara á staðinn hefur sparast." Kristinn segir tjón af völdum skemmdarverka í Grímsbæ mikið miðað við aðrar sambærilegar byggingar í Reykjavík á vegum Stoðar. Kristinn segir að til tals hafi komið að setja upp eftirlitsmyndavélar á staðnum en sá kostnaður sé í kringum 800 þúsund krónur. Grímur Þórisson, formaður húsfélagsins í Grímsbæ, hefur rekið Rakarastofu Gríms í húsinu undanfarin fimmtán ár og segir umgengni í Grímsbæ hafa versnað og fleiri skemmdarverk séu unnin þar nú en áður. "Ástandið versnaði til muna eftir að 10-11 opnaði verslun í húsinu en hún er opin fram á kvöld og þá eru meiri líkur á sóðaskap og skemmdum." Grímur segir að reynt hafi verið að tala við krakkana en það hafi engan árangur borið, í og með vegna þess að skemmdarvargarnir séu sjaldnast þeir sömu. "Aðkoman eftir helgarnar er oft ljót og stundum er búið að rífa upp plöntur sem eru á göngum verslunarmiðstöðvarinnar. "Grímsbær var gerður upp fyrir þremur árum og á meðan framkvæmdir stóðu yfir var mikið um innbrot og stuld. Á þeim tíma voru gluggar einnig opnaðir, að því er virtist í þeim tilgangi að tryggja sér athvarf inn í verslunarmiðstöðina eftir lokunartíma verslana." Grímur vill sjá öflugara foreldraeftirlit í hverfinu og er einnig óhress með hversu lítið eigendur Grímsbæjar hafa gert í málunum. "Það er löngu tímabært að koma upp eftirlitsmyndavélum við húsið og einnig þarf að bæta lýsingu í kringum það til muna því skemmdarverk eru oft unnin í skjóli myrkurs." Innlent Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Kristinn Guðmundsson, umsjónarmaður Fasteignafélagsins Stoða, segir kostnað vegna skemmda á verslunarmiðstöðinni Grímsbæ við Bústaðaveg hljóða upp á 572.889 krónur á síðasta ári. "Stærstur hluti kostnaðarins var lagfæringar vegna flísa- og rúðubrota. Þá er kostnaður við hreinsun veggjakrots í ár kominn upp í sextíu þúsund krónur, sem er veruleg aukning frá í fyrra. Veggjakrotið er háþrýstiþvegið og kostar hver þvottur á milli tuttugu til þrjátíu þúsund krónur. Þá hefur verið krotað á veggi innandyra en leigjendur hússins hafa séð um að mála þann hluta þannig að kostnaður við að fá málara á staðinn hefur sparast." Kristinn segir tjón af völdum skemmdarverka í Grímsbæ mikið miðað við aðrar sambærilegar byggingar í Reykjavík á vegum Stoðar. Kristinn segir að til tals hafi komið að setja upp eftirlitsmyndavélar á staðnum en sá kostnaður sé í kringum 800 þúsund krónur. Grímur Þórisson, formaður húsfélagsins í Grímsbæ, hefur rekið Rakarastofu Gríms í húsinu undanfarin fimmtán ár og segir umgengni í Grímsbæ hafa versnað og fleiri skemmdarverk séu unnin þar nú en áður. "Ástandið versnaði til muna eftir að 10-11 opnaði verslun í húsinu en hún er opin fram á kvöld og þá eru meiri líkur á sóðaskap og skemmdum." Grímur segir að reynt hafi verið að tala við krakkana en það hafi engan árangur borið, í og með vegna þess að skemmdarvargarnir séu sjaldnast þeir sömu. "Aðkoman eftir helgarnar er oft ljót og stundum er búið að rífa upp plöntur sem eru á göngum verslunarmiðstöðvarinnar. "Grímsbær var gerður upp fyrir þremur árum og á meðan framkvæmdir stóðu yfir var mikið um innbrot og stuld. Á þeim tíma voru gluggar einnig opnaðir, að því er virtist í þeim tilgangi að tryggja sér athvarf inn í verslunarmiðstöðina eftir lokunartíma verslana." Grímur vill sjá öflugara foreldraeftirlit í hverfinu og er einnig óhress með hversu lítið eigendur Grímsbæjar hafa gert í málunum. "Það er löngu tímabært að koma upp eftirlitsmyndavélum við húsið og einnig þarf að bæta lýsingu í kringum það til muna því skemmdarverk eru oft unnin í skjóli myrkurs."
Innlent Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira