Innlent

Fíkniefnahundur fann efni í bíl á Akureyri

Lögreglan á Akureyri fann í gærkvöldi 20-30 grömm af efni, sem talin eru vera fíkniefni. Efnin fundust með hjálp fíkniefnahunds og voru falin í lofthreinsara á bíl sem var að koma frá Reykjavík.

Leitað var í bílnum þar sem ökumaður hans hefur margoft gerst brotlegur við fíkniefnalöggjöfina. Í bílnum fannst líka hafnaboltakylfa, en þær eru oft notaðar í fíkniefnaheiminum til ógnunar eða líkamsmeiðinga. Einnig fannst brúsi með Mace (tímabundnu lömunar)-gasi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×