Erlent

Gefur pening í stað jólakorta

Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur ákveðið að senda ekki hefðbundin jólkort þetta árið en gefa andvirði þess kostnaðar til fátækra barna á Íslandi og erlendis. Mæðrastyrksfnefnd og SOS barnaþorp njóta góðs af jólakortapeningum Samfylkingarinnar þetta árið.

Þingflokkurinn bendir fólki  á að mörg fleiri samtök vinna þakklátt og nauðsynlegt starf. Til viðbótar við hefðbundnar jólakveðjur er styrkur við þau, í smáu eða stóru, góð leið til að tjá hlýhug til vina og vandamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×