Innlent

Menningarverðlaun DV voru afhent í dag

Menningarverðlaun DV voru afhent á Hótel Borg í dag. Í flokki fræða fengu Hjörleifur Guttormsson og Sigurður Blöndal verðlaun fyrir ritið Hallormsstaður í Skógum. Verðlaun í flokki hönnunar fengu tölvufyrirtækið CCP og Sigurjón Sighvatsson fyrir flokkinn kvikmyndir. Þá fékk Smekkleysa verðlaun í flokki tónlistar og VA Arkitektar í flokki Byggingarlistar. Þá fengu Vala Þórsdóttir og Ágústa Skúladóttir verðlaun fyrir verkið Eldhús eftir máli og fyrir bókmenntir fékk Guðrún Eva Mínervudóttir verðlaun DV fyrir bókina Josoí. Heiðursverðlaunin fékk síðan Rakel Olsen fyrir einstakt framlag til varðveislu húsa í Stykkishólmi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×