Erlent

Krefjast afsagnar Arroyo

MYND/AP

Óeirðalögregla á Filippseyjum þurfti að nota vatnsþrýstibyssur og kylfur til að dreifa mótmælendum sem höfðu safnast saman í höfuðborginni, Manila, í morgun til að krefjast afsagnar Arroyo, forseta. Svo virðist sem mótmæli sem leiddur til afsagnar Shinawatra, forsætisráðherra Tælands, hafi blásið mótmælendum eldmóð í brjóst.

Talið er að fjölmargir hafi særst í átökunum. Fjöldafundir hafa verið bannaðir á því svæði þar sem til átaka kom. Vinstrimenn á Filippseyjum hafa heitið því að halda mótmælum áfram og saka Arroyo um spillingu og kosningasvik.

Það var í febrúar síðastliðnum sem forsetinn lýsti yfir neyðarástandi í landinu þegar upp komst um ráðabrugg háttsettra manna í hernum en þeir ætluðu að koma henni frá völdum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×