Iverson skoraði 40 stig 2. mars 2006 16:47 Allen Iverson minnti rækilega á sig í gær þegar hann skoraði 40 stig og gaf 10 stoðsendingar þrátt fyrir að vera með flensu. Iverson er með þriðja hæsta meðalskor í sögu NBA deildarinnar. NordicPhotos/GettyImages Allen Iverson verður ekki boðið að taka þátt í æfingabúðum þar sem valið verður í landslið Bandaríkjanna fyrir HM og Ólympíuleikana í körfubolta og í gær svaraði hann því á sinn hátt þegar hann skoraði 40 stig og gaf 10 stoðsendingar í sigri Philadelphia á Houston, þrátt fyrir að vera með flensu. Iverson viðurkenndi að hann væri hissa á að vera ekki inni í myndinni hjá landsliðsnefndinni, en sagðist vona að þeim snerist hugur. Hann var allt í öllu í sigri Philadelphia á Houston í gær og skoraði stigin sem gerðu út um leikinn undir lokin. Tracy McGrady skoraði 25 stig fyrir Houston. Sacramento lagði Cleveland 97-90 þar sem Kenny Thomas skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst fyrir Sacramento, en LeBron James skoraði 19 stig og gaf 12 stoðsendingar fyir Cleveland. Hann hitti þó illa í leiknum, enda var hann í strangri gæslu hjá Ron Artest. Þetta var fimmta tap Cleveland í röð. Indiana lagði Washington á útivelli 99-93. Stephen Jackson skoraði 26 stig fyrir Indiana en Gilbert Arenas skoraði 28 stig fyrir Washington sem hefði unnið 9 leiki í röð á heimavelli fyrir leikinn. Atlanta lagði Toronto í framlengingu 113-111. Al Harrington og Joe Johnson skoruðu 26 stig hvor fyrir Atlanta, en Chris Bosh skoraði 27 stig fyrir Toronto. Miami vann Boston 103-96. Dwayne Wade skoraði 24 stig fyrir Miami, en Paul Pierce skoraði 38 stig fyrir Boston. Minnesota lagði New Jersey 100-90. Kevin Garnett skoraði 26 stig og hirti 16 fráköst hjá Minnesota, en Vince Carter skoraði 29 stig fyrir New Jersey. Memphis vann nauman sigur á New York 101-99. Pau Gasol skoraði 23 stig fyrir Memphis, en Stephon Marbury skoraði 25 stig og gaf 13 stoðsendingar fyrir New York. Detroit tapaði nokkuð óvænt fyrir Denver á útivelli 98-87. Chauncey Billups skoraði 27 stig fyrir Detroit en Kenyon Martin skoraði 28 fyrir Denver og Marcus Camby skoraði 13 stig, hirti 20 fráköst og varði 5 skot. Phoenix vann 8. leik sinn í röð þegar liðið skellti Milwaukee á heimavelli sínum 123-110. Shawn Marion skoraði 29 stig og hirti 18 fráköst fyrir Phoenix, en Michael Redd skoraði 37 stig fyrir Milwaukee. Charlotte burstaði Utah á útivelli 104-89, en þetta var aðeins sjötti útisigur liðsins í vetur. Utah lék án Andrei Kirilenko sem er meiddur í baki og hefur nú unnið tvo og tapað níu leikjum án hans í vetur. Brevin Knight skoraði 19 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Charlotte, en Matt Harpring skoraði 22 stig fyrir Utah. Portland vann nokkuð óvæntan sigur á LA Lakers 99-93. Kobe Bryant skoraði 35 stig fyrir Lakers, en Zach Randolph skoraði 20 stig fyrir Portland. Golden State lagði Orlando 98-94, þar sem Jason Richardson skoraði 11 af 25 stigum sínum á síðustu tæpum tveimur mínútum leiksins og tryggði sínum mönnum sigur. DeShawn Stevenson skoraði 18 stig fyrir Orlando og Darko Milicic skoraði 12 stig og hirti 9 fráköst. Loks vann LA Clippers sigur á New Orleans 89-67, þar sem New Orleans skoraði aðeins 16 stig í síðari hálfleiknum sem er lægsta stigaskor í einum hálfleik í vetur. Desmond Mason skoraði 20 stig fyrir New Orleans, en Elton Brand skoraði 25 stig fyrir Clippers. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Fleiri fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira
Allen Iverson verður ekki boðið að taka þátt í æfingabúðum þar sem valið verður í landslið Bandaríkjanna fyrir HM og Ólympíuleikana í körfubolta og í gær svaraði hann því á sinn hátt þegar hann skoraði 40 stig og gaf 10 stoðsendingar í sigri Philadelphia á Houston, þrátt fyrir að vera með flensu. Iverson viðurkenndi að hann væri hissa á að vera ekki inni í myndinni hjá landsliðsnefndinni, en sagðist vona að þeim snerist hugur. Hann var allt í öllu í sigri Philadelphia á Houston í gær og skoraði stigin sem gerðu út um leikinn undir lokin. Tracy McGrady skoraði 25 stig fyrir Houston. Sacramento lagði Cleveland 97-90 þar sem Kenny Thomas skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst fyrir Sacramento, en LeBron James skoraði 19 stig og gaf 12 stoðsendingar fyir Cleveland. Hann hitti þó illa í leiknum, enda var hann í strangri gæslu hjá Ron Artest. Þetta var fimmta tap Cleveland í röð. Indiana lagði Washington á útivelli 99-93. Stephen Jackson skoraði 26 stig fyrir Indiana en Gilbert Arenas skoraði 28 stig fyrir Washington sem hefði unnið 9 leiki í röð á heimavelli fyrir leikinn. Atlanta lagði Toronto í framlengingu 113-111. Al Harrington og Joe Johnson skoruðu 26 stig hvor fyrir Atlanta, en Chris Bosh skoraði 27 stig fyrir Toronto. Miami vann Boston 103-96. Dwayne Wade skoraði 24 stig fyrir Miami, en Paul Pierce skoraði 38 stig fyrir Boston. Minnesota lagði New Jersey 100-90. Kevin Garnett skoraði 26 stig og hirti 16 fráköst hjá Minnesota, en Vince Carter skoraði 29 stig fyrir New Jersey. Memphis vann nauman sigur á New York 101-99. Pau Gasol skoraði 23 stig fyrir Memphis, en Stephon Marbury skoraði 25 stig og gaf 13 stoðsendingar fyrir New York. Detroit tapaði nokkuð óvænt fyrir Denver á útivelli 98-87. Chauncey Billups skoraði 27 stig fyrir Detroit en Kenyon Martin skoraði 28 fyrir Denver og Marcus Camby skoraði 13 stig, hirti 20 fráköst og varði 5 skot. Phoenix vann 8. leik sinn í röð þegar liðið skellti Milwaukee á heimavelli sínum 123-110. Shawn Marion skoraði 29 stig og hirti 18 fráköst fyrir Phoenix, en Michael Redd skoraði 37 stig fyrir Milwaukee. Charlotte burstaði Utah á útivelli 104-89, en þetta var aðeins sjötti útisigur liðsins í vetur. Utah lék án Andrei Kirilenko sem er meiddur í baki og hefur nú unnið tvo og tapað níu leikjum án hans í vetur. Brevin Knight skoraði 19 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Charlotte, en Matt Harpring skoraði 22 stig fyrir Utah. Portland vann nokkuð óvæntan sigur á LA Lakers 99-93. Kobe Bryant skoraði 35 stig fyrir Lakers, en Zach Randolph skoraði 20 stig fyrir Portland. Golden State lagði Orlando 98-94, þar sem Jason Richardson skoraði 11 af 25 stigum sínum á síðustu tæpum tveimur mínútum leiksins og tryggði sínum mönnum sigur. DeShawn Stevenson skoraði 18 stig fyrir Orlando og Darko Milicic skoraði 12 stig og hirti 9 fráköst. Loks vann LA Clippers sigur á New Orleans 89-67, þar sem New Orleans skoraði aðeins 16 stig í síðari hálfleiknum sem er lægsta stigaskor í einum hálfleik í vetur. Desmond Mason skoraði 20 stig fyrir New Orleans, en Elton Brand skoraði 25 stig fyrir Clippers.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Fleiri fréttir Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Sjá meira