Innlent

Íslenskir fjárfestar nærri því að kaupa Parken

Íslenskir fjárfestar voru nærri því að kaupa sjálfan Parken, þjóðarleikvang Dana, eftir því sem fram kemur í danska viðskiptablaðinu Börsen.

Greinin hefst á þeim orðum að Íslendingar fái ekki allt sem þeir girnist. Þar segir enn fremur að bæði íslenskir og enskir fjárfestar hafi átt í viðræðum um kaup á leikvanginum en stjórnarformaður félagsins sem á völlinn hafi ákveðið á endanum að selja landa sínum, fasteignakónginum Steen Larsen, hlut sinn og á Larsen nú rétt rúmlega helming í félaginu. Mun bæði hafa strandað á verði og framtíðarhugmyndum hinna erlendu fjárfesta, en hinir ensku munu hafa viljað kljúfa félagið og selja það í pörtum. Ekki kemur fram í fréttinni hverjir hinir íslensku fjárfestar voru eða hvort markmiðið með kaupunum hafi verið að hefna fyrir ófarir íslenska landsliðsins á vellinum undanfarna áratugi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×