Innlent

Lögregla rannsakar landhelgisbrot

Lögregla hefur í allan morgun vaktað íslenskt fiskiskip sem kom til Sandgerðis undir morgun, eftir að hafa verið staðið að ólöglegum línuveiðum suðvestur af landinu í gær. Þegar Fokker-flugvél Landhelgisgæslunnar var að fljúga yfir svæðið í gær tók áhöfnin eftir því að skipið var á lista Fiskistofu yfir skip, sem svipt hafa verið veiðileyfi, en slíkt er landhelgisbrot. Voru skipstjóranum þá gefin fyrirmæli um að halda til næstu hafnar og verður mál hans tekið fyrir í dag. Skipstjórinn hafði ekki verið yfirheyrður nú rétt fyrir hádegi, en hjá sýslumanni í Keflavík var verið að fara yfir önnur gögn málsins. Landað verður úr skipinu ef afli og veiðarfæri verða gerð upptæk upp í sakarkostnað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×