Innlent

Eins er saknað eftir að snjóflóð féll í Hoffellsdal

Eins manns er saknað eftir að snjóflóð féll í Hoffellsdal í nágrenni Fáskrúðsfjarðar fyrir síðdegis í dag. Björgunarsveitir eru á leið á staðinn frá Reyðarfirði, Eskifirði og Neskaupsstað. Að minnsta kosti tveir einstaklingar voru á gangi þegar snjóflóðið féll. Talið er að þeir séu illa klæddir. Óskað var eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar en talið er að Sif ráði ekki við björgunina þar sem enginn nætursjónaukir er um borð í þyrlunni. Landhelgisgæslan hefur óskað eftir aðstoð Varnarliðsins og nú er svars beðið frá þeim. Mjög slæmt aðgengi er á slysstaðnum og óráðlegt að fara þangað fótgangandi. Um þriggja tíma flug er austur á firði í björgunarþyrlunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×