Lífið

Connery er hættur

Sean Connery segir kvikmyndaiðnaðinn í Hollywood vera ófagmannlegan og gráðugan.
Sean Connery segir kvikmyndaiðnaðinn í Hollywood vera ófagmannlegan og gráðugan. MYND/Getty

Skoski leikarinn Sean Connery tilkynnti á blaðamannafundi sem haldin var vegna kvikmyndahátíðarinnar í Edinborg að hann væri hættur að leika í Hollywood. Yfirlýsingin var nokkuð harkaleg og ásakaði Connery kvikmyndaiðnaðinn um að hafa eyðilagt síðustu mynd hans, The League of Extraordinary Gentlemmen.

Connery fékk fyrr um daginn Bafta - verðlaun Skotlands fyrir ævilangt starf í þágu kvikmyndanna og sendi kvikmyndaiðnaðinum í Hollywood tóninn. Sagði hann kvikmyndaborgina vera keyrðan áfram af græðgi og ófagmannleika. Minn tími er kominn vegna hins slaka gengis síðustu myndar minnar. Örvænting mín er slík að ef ég hætti ekki núna gæti ég drepið einhvern, lýsti Connery yfir sem fagnaði um leið 76 ára afmæli sínu.

Ef við tökum sem dæmi leikstjóra The League, Stephen Norrington, þá var hann ungur og fullur eldmóðs. Ég reiknaði hins vegar aldrei með því að hann yrði sendur til hinnar fallegu borgar Prag með fulla vasa fjár án þess að vita hvað hann væri að gera, sagði Connery sem er þekktastur fyrir túlkun sína á James Bond.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.