Innlent

Skýrsla Danske Bank er full af rangfærslum

Hlutabréf þriggja stærstu bankanna hríðféllu í dag eftir að skýrsla Danske Bank um íslensk efnahagsmál var birt. Ingólfur Bender, hagfræðingur, segir skýrsluna fulla af rangfærslum.

Danir gera ráð fyrir samdrætti í landsframleiðslu um 5-10 prósent hér á landi á næstu tveimur árum. Íslenskir sérfræðingar gera hins vegar ráð fyrir stöðnun á næsta ári vegna samdráttar í fjárfestingum en góðum vexti árið 2008. Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Glitnis, segir að kauptækifæri hafi myndast í bönkunum eftir lækkun gengis hlutabréfa. Hann segir pirrandi að Danske Bank skuli gefa út yfirlýsingar um að íslenskt efnahagslíf sé við það að hrynja og segir lítið til í staðhæfingum bankans. Skýrslan sé full af rangfærslum og sú allra svartsýnasta sem birt hefur verið. Hvers vegna Danir talá svona um íslenskt efnahagslíf, sé þó óljóst en unnið er nú hörðum höndum að því að upplýsa og fræða Dani um að íslenskt efnahagslíf sé ekki í eins slæmum málum og þeir vilja meina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×