Íslendingar ljúki háskólagráðum á svipuðum tíma og aðrir 29. janúar 2006 16:19 MYND/GVA Prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands segir það ekki alls kostar rétt að íslenskir nemendur ljúki námi seinna og skili sér seinna út á vinnumarkaðinn en jafnaldrar þeirra í nágrannalöndunum, eins og haldið hefur verið fram. Íslensk ungmenni ljúki almennt stúdentsprófi seinna en jafnaldrar þeirra í nágrannalöndunum en ef menn skoði sambærilegar gráður á háskólastigi þá ljúki Íslendingar þeim gráðum á svipuðum tíma. Samfylkingin efndi í gær til opins fundar um styttingu náms til stúdentsprófs, en skiptar skoðanir hafa verið um þær fyrirætlanir stjórnvalda. Einn af fyrirlesurum á fundinum var Jón Torfi Jónasson, prófessor í uppeldis- og kennslufræðum við Háskóla Íslands. Hann hefur unnið að samanburði á skólakerfum Danmerkur, Íslands og Svíþjóðar í tengslum við hugmyndir um styttingu námstíma til stúdentsprófs. Jón Torfi segir vissulega rétt að íslensk ungmenni ljúki almennt stúdentsprófi seinna en jafnaldrar þeirra í löndunum tveimur. Aftur á móti megi ekki gleyma því að stúdentsprófið sé bara skref í átt að næsta pakka, þ.e. háskólastiginu. Ef menn skoði sambærilegar gráður á háskólastigi, þriggja ára gráður, þá sé eins og þetta hafi leiðrést. Íslendingar ljúki þeim gráðum á svipuðum tíma og Danir og Svíar. Þá megi segja að sá munur sem hafi verið fyrir hendi hverfi. Jón Torfi segir þó að breytingar séu að verða hér á landi frá þriggja ára kerfi í háskólum á þann hátt að fleiri ljúki fimm ára námi. Hann telur mikilvægt í þessu sambandi að horfa á heildarmyndina, þ.e. nám frá grunnskóla til háskólans en ekki bara fram að framhaldsskóla. Aðspurður hvað honum finnist um að námstími til stúdentsprófs sé styttur í þeirri viðleitni að fá fólk fyrr út á vinnumarkaðinn segir Jón Torfi að honum finnst ekki aðalatriðið að koma fólki út á vinnumarkaðinn. Spurningin sé hvað fólk sé með í farteskinu. Þar hafi hann svolitlar áhyggjur af breytingunum því honum finnist framhaldsskólinn hafa gefið mjög breiðan og sterkan lamennan grunn. Jón Torfi segir enn fremur að þegar komið sé að tæknilegum útfærslum á hugmyndum um styttingu námstímans hafi hann vissar efasemdir um titlekin atriði en hann geti ekki betur séð en verið sé að ræða það hver útfærslan eigi að vera nákvæmlega og hann hafi ekki miklar áhyggjur af því að menn komist að sæmilega góðri sátt um það. Fréttir Innlent Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Sjá meira
Prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands segir það ekki alls kostar rétt að íslenskir nemendur ljúki námi seinna og skili sér seinna út á vinnumarkaðinn en jafnaldrar þeirra í nágrannalöndunum, eins og haldið hefur verið fram. Íslensk ungmenni ljúki almennt stúdentsprófi seinna en jafnaldrar þeirra í nágrannalöndunum en ef menn skoði sambærilegar gráður á háskólastigi þá ljúki Íslendingar þeim gráðum á svipuðum tíma. Samfylkingin efndi í gær til opins fundar um styttingu náms til stúdentsprófs, en skiptar skoðanir hafa verið um þær fyrirætlanir stjórnvalda. Einn af fyrirlesurum á fundinum var Jón Torfi Jónasson, prófessor í uppeldis- og kennslufræðum við Háskóla Íslands. Hann hefur unnið að samanburði á skólakerfum Danmerkur, Íslands og Svíþjóðar í tengslum við hugmyndir um styttingu námstíma til stúdentsprófs. Jón Torfi segir vissulega rétt að íslensk ungmenni ljúki almennt stúdentsprófi seinna en jafnaldrar þeirra í löndunum tveimur. Aftur á móti megi ekki gleyma því að stúdentsprófið sé bara skref í átt að næsta pakka, þ.e. háskólastiginu. Ef menn skoði sambærilegar gráður á háskólastigi, þriggja ára gráður, þá sé eins og þetta hafi leiðrést. Íslendingar ljúki þeim gráðum á svipuðum tíma og Danir og Svíar. Þá megi segja að sá munur sem hafi verið fyrir hendi hverfi. Jón Torfi segir þó að breytingar séu að verða hér á landi frá þriggja ára kerfi í háskólum á þann hátt að fleiri ljúki fimm ára námi. Hann telur mikilvægt í þessu sambandi að horfa á heildarmyndina, þ.e. nám frá grunnskóla til háskólans en ekki bara fram að framhaldsskóla. Aðspurður hvað honum finnist um að námstími til stúdentsprófs sé styttur í þeirri viðleitni að fá fólk fyrr út á vinnumarkaðinn segir Jón Torfi að honum finnst ekki aðalatriðið að koma fólki út á vinnumarkaðinn. Spurningin sé hvað fólk sé með í farteskinu. Þar hafi hann svolitlar áhyggjur af breytingunum því honum finnist framhaldsskólinn hafa gefið mjög breiðan og sterkan lamennan grunn. Jón Torfi segir enn fremur að þegar komið sé að tæknilegum útfærslum á hugmyndum um styttingu námstímans hafi hann vissar efasemdir um titlekin atriði en hann geti ekki betur séð en verið sé að ræða það hver útfærslan eigi að vera nákvæmlega og hann hafi ekki miklar áhyggjur af því að menn komist að sæmilega góðri sátt um það.
Fréttir Innlent Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Sjá meira