Jermain Defoe var á skotskónum hjá Spurs í kvöldNordicPhotos/GettyImages
Tottenham lagði spænska liðið Celta Vigo 2-0 í æfingaleik liðanna í kvöld. Framherjinn knái Jermain Defoe kom inn í lið Tottenham sem varamaður í hálfleik og skoraði bæði mörk liðsins. Þetta var þriðji sigur Tottenham í jafn mörgum leikjum á undirbúningstímabilinu.