Erlent

Aftökurútur auka framboð líffæra

Fréttastofa Sky segir Kínastjórn nota aftökurútur í þeim tilgangi að taka þúsundir manna af lífi ár hvert. Í frétt sem fréttastofan flutti fyrr á árinu komu fram tengsl milli aftökukerfis Kína og mikillar uppsveiflu í líffærasölu.

Einungis tvö ár eru þangað til Kína heldur næstu ólympíuleika, en skilyrði fyrir réttinum til að halda leikana var að mannréttindamál yrðu bætt í landinu.

Mikil leynd hvílir yfir opinberu refsikerfi í Kína, en fréttamaður Sky fréttastofunnar komst að því að milli 3,500 og 10,000 manns séu teknar af lífi ár hvert. Í bæklingi sem fréttamaðurinn fékk í hendur er rútunum lýst, en þær eru nú í notkun víða um landið. Rúturnar eru útbúnar tæknibúnaði og banvænum sprautum sem auðvelda aftökur á staðnum.

Fjöldi fólks hefur séð á eftir lífi ættingja og vina sem hafa verið tekin af lífi fyrir rangar sakir, m.a. fjölskylda Nie Shubin sem var einungis 20 ára þegar hann var ranglega ásakaður um nauðgun og morð. Honum var haldið í fangelsi í þrjú ár án þess að fá að sjá fjölskyldu sína, en síðan tekinn af lífi. Eftir aftökuna játaði annar maður morðið.

Mannúðarsamtökin Amnesty International segja mikla eftirspurn eftir líffærum geti hafa verið áhrifavald á aukna aftökutíðni í Kína.

Opinberar aftökutölur í Kína eru hærri en aftökur alls staðar annars staðar í heiminum samanlagt, og þó eru þær líklega einungis brot af raunverulegum tölum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×