
Sport
Ribery verður ekki seldur

Forseti franska knattspyrnufélagsins Marseille segir að vængmaðurinn Franck Ribery verði alls ekki seldur í sumar, sama hve hátt verði boðið. Ribery er samningsbundinn félaginu næstu fjögur ár og vill forsetinn byggja upp sterkt lið í kring um landsliðsmennina Ribery og Djibril Cisse, sem nýverið kom til heimalandsins sem lánsmaður frá Liverpool. Lið eins og Arsenal, Manchester United og Lyon höfðu sýnt leikmanninum áhuga að undanförnu.