Innlent

Margir snæddu jólamat hjá Hjálpræðishernum

Á annað hundrað manns snæddu jólamat hjá Hjálpræðishernum í gærkvöldi. Liðsmaður Hersins segir þá sem þangað leita oft einmanna og ekki hafa í nein önnur hús að vernda.

Borðhald hófst þegar jólunum var hringt inn klukkan sex í gær og voru um hundrað og tuttugu manns í matnum. Nokkuð var um söng og jólaguðspjallið var lesið. Björn Tómas Kjaran hjá Hjálpræðishernum segir hópinn sem þangað leitar fjölbreyttan og marga ekki hafa í önnur hús að vernda.

Boðið var upp á lambalæri, hangikjöt og grísahnakka og líkt og venja er um jólin fengu allir sinn pakka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×