Erlent

Byssumenn skutu litla stúlku á Gasa

Byssumenn á Gasa skutu litla stúlku í dag í tilræði gegn yfirmanni í öryggissveitum. Þrjú ung börn voru skotin til bana fyrir stuttu en það varð kveikja að aukinni spennu og átökum á svæðinu.

Enginn hefur enn lýst ábyrgð á tilræðinu í dag sem beint var gegn Hassan Jarbouh, yfirmanni í öryggissveitum Rafah, sem eru hallar undir forsetann Mahmoud Abbas. Jarbouh var á leið til vinnu þegar skothríð hófst á bíll hans. Jarbouh er alvarlega slasaður, en lífverðlífvörður hans særðist líka. Stúlkan varð fyrir skoti í lærið og var flutt á sjúkrahús. Hún var með mikla verki þegar fréttamenn töluðu við hana í sjúkrarúminu.

Ný alda átaka milli Hamas og Fatah hófst fyrir tveim vikum þegar þrjú ung börn yfirmanna í Fatah voru drepin af leyniskyttum.

17 hafa látist síðan en átökin hafa átt sér stað í fjölmennum íbúðahverfum. Spennan jókst í síðustu viku þegar Abbas forseti tilkynnti að hann færi fram á nýjar kosningar, en stjórn Hamas hefur verið við völd í tíu mánuði.

Þá hefur Abbas ýtt undir friðarviðræður við Ísrael, en það hefur aukið vinsældir hans töluvert og gæti gefið honum möguleika á að ná völdum af Hamas í kosningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×