Erlent

Verstu flóð í Indónesíu og Malasíu í 40 ár

MYND/AP

Að minnsta kosti 12 eru látnir og nærri hundrað þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sína í verstu flóðum i Malasíu og Indónesíu í fjörtíu ár. Héruðin Johor, Negri Sembilan, Kelanta og Pahang í Malasíu urðu verst úti í flóðunum en í Inódnesíu varð tjónið mest á norðanverðri Súmötru. Flóðin urðu eftir vikuúrhelli á svæðinu og segja yfirvöld í báðum löndum að ekki hafi rignt svo mikið þar í yfir hundrað ár. Auk þeirra sem létust og misstu heimili sín eru fjölmargir án matar, rafmagns og hreins vatns. Fórnarlömb flóðanna hafar kvart undan lítilli aðstoð frá yfirvöldum og hermt er að björgunarmenn hafi krafist greiðslu fyrir að koma fólki til aðstoðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×