Innlent

Óþekktarormaleitartæki í skólanum í Bolungarvík

Starfsmenn áhaldahúss Bolungarvíkurbæjar kynntu skólabörnum nýjung í tækjaflóru bæjarins í heimsókn sinni í skólann í fyrradag: tæki sem getur greint hvaða börn eru þæg og hverjir eru óþekktarormar. "Óþekktarormaleitartækið" sem starfsmenn áhaldahússins höfðu meðferðis var reyndar tæki sem leitar að gömlum lögnum í jarðvegi, að sögn fréttavefs Bæjarins besta.

Vefurinn www.bb.is hefur eftir starfsmönnum áhaldahússins að leikurinn hafi aðallega verið gerður til að ná óskiptri athygli barnanna.

Þó má leiða að því líkum að óþekktarormaleitartæki hljóti að vera til, því einhvern veginn hljóta jólasveinarnir að geta séð hvaða börn hafa verið þæg og hver þeirra verðskulda kartöflu í skóinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×