Sport

Ég hefði aldrei átt að fara til Williams

Mark Webber gefur íslenskum aðdáendum áritanir í Smáralindinni í fyrra
Mark Webber gefur íslenskum aðdáendum áritanir í Smáralindinni í fyrra Mynd/Vilhelm

Íslandsvinurinn Mark Webber í Formúlu 1 hefur viðurkennt að hann hafi gert stór mistök þegar hann ákvað að ganga til liðs við Williams liðið á sínum tíma, en hann ekur í síðasta sinn fyrir liðið í Brasilíu um helgina og gengur þá í raðir Red Bull.

"Flavio Briatore (stjóri Renault liðsins) ráðlagði mér að fara ekki til Williams á sínum tíma og ég hefði betur hlustað á hann," sagði hinn þrítugi Ástrali í samtali við breska sjónvarpið í gær. "Hann var hinsvegar mjög hrifinn af því að ég gengi í raðir Red Bull og ég ætla ekki að horfa framhjá ráðleggingum hans að þessu sinni. Ég hélt að ég yrði lengi hjá Williams þegar ég skrifaði undir hjá liðinu á sínum tíma, en tíminn hér hefur verið eintóm vonbrigði og ég er viss um að forráðamenn liðsins taka í sama streng," sagði Webber sem kom hingað til lands í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×