Innlent

Furðar sig á sjálfsgagnrýni Framsóknar

Frjálslyndi flokkurinn í borgarstjórn furðar sig á harðri gagnrýni Framsóknarflokksins á eigin fjármálastjórn á tímum R-listans.

Ólafur F Magnússon borgarfulltrúi F-lista segir að Framsóknarmenn séu að draga fjöður yfir sinn þátt í meintri fjármálaóstjórn R-listans undanfarin 12 ár. Hann lagði fram svohljóðandi bókun á fundi borgarstjórnar í gær: “Í úttekt KPMG á fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar kemur fram gagnrýni á fjármálaóstjórn R-listans undanfarin 12 ár.  Gagnrýni Framsóknarflokks á þessa fjármálastjórn sætir hins vegar fyrðu, þar sem hún felur í sér harða gagnrýni á eigin verk í borgarstjórn í tíð R-listans.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×