Sport

Íslandsmeistararnir verja titla sína

Njarðvíkingar munu verja titil sinn í karlaflokki ef marka má spá dagsins í dag
Njarðvíkingar munu verja titil sinn í karlaflokki ef marka má spá dagsins í dag Mynd/Anton Brink

Í dag var haldinn árlegur blaðamannafundur fyrir upphaf leiks í úrvalsdeildum karla og kvenna í körfubolta og þar spá þjálfarar og fyrirliðar allra liða í deildunum í spilin fyrir komandi leiktíð venju samkvæmt. Njarðvík og Haukar munu verja titla sína ef marka má spár í dag.

Í kvennaflokki er liði Hauka spáð efsta sæti líkt og í fyrra og Keflavík spáð öðru sæti, en nýliðum Hamars/Selfoss spáð falli. Í karlaflokki var Njarðvíkingum spáð sigur og Keflvíkingum öðru sæti, en Þór Þorlákshöfn og Tindastól spáð falli. Þessi lið eru nýliðar í deildinni að þessu sinni, en 12 lið eru í úrvalsdeild karla.

Deildarkeppnin hjá körlunum hefst á fimmtudagskvöldið með fjórum leikjum, en í kvennaflokki hefst fjörið á laugardaginn og fer fyrsta umferðin öll fram í Grindavík þann daginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×