Forstjóri Umhverfisstofnunar svarar gagnrýnni úttekt Ríkisendurskoðunar 12. október 2006 10:15 Davíð Egilson, forstjóri Umhverfisstofnunar, gerir verulegar athugasemdir við aðferðir og framkvæmd stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á starfsemi Umhverfisstofnunar. Hann segir vanta í úttektina útlistun á því hvernig úttektin var framkvæmd og hvaða gögn voru lögð til grundvallar. Fyrir vikið sé erfitt að greina milli staðreynda og huglægra atriða. Davíð segir að sumar tilvitnanir séu ekki rétt eftir hafðar þrátt fyrir óskir um leiðréttingar. Þá lýsir forstjóri Umhverfisstofnunar sig ósammála niðurstöðum Ríkisendurskoðunar varðandi forgangsröð, faglegan ávinning og samskiptin við umhverfisráðuneytið. Hann er líka ósammála því, að breytt skipulag án aukinna fjármuna og mannafla muni gera stofnuninni betur kleift svo neinu nemi að sinna þeim verkum sem henni eru falin. Loks telur hann ályktanir um sparnað vegna flutnings starfsemi frá Akureyri til Reykjavíkur mjög vafasamar. Davíð segir Umhverfisstofnun sinna fjárfrekum verkefnum með takmörkuðum fjárveitingum. Þannig sé rekstur og uppbygging þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða mun fjárfrekari en þær fjárveitingar sem stofnunin fær. Vinna við innleiðingu og framkvæmd alþjóðlegra skuldbindinga sem Ísland hefur gengist undir sé líka langt umfram fjárveitingar sem veitt er til þeirra verka. Forstjóri Umhverfisstofnunar segir að meginviðfangsefni Ríkisendurskoðunar hafi átt að vera að greina hvort nauðsynlegt fjármagn hafi fylgt auknum verkefnum sem lögð hafa verið á stofnunina. Úttektin hafi hins vegar fyrst og fremst beinst að öðrum atriðum sem öðru fremur voru afleiðing aukin álags og fyrir liggur að með þessu missti hún sjónir á megintilgangi verkefnisins. Umhverfissráðuneytið hefur líka brugðist við úttekt Ríkisendurskoðunar og falið Sigurði H. Helgasyni stjórnsýslufræðingi að gera frekari athugun á starfsemi, stjórn og rekstri Umhverfisstofnunar í kjölfar stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
Davíð Egilson, forstjóri Umhverfisstofnunar, gerir verulegar athugasemdir við aðferðir og framkvæmd stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á starfsemi Umhverfisstofnunar. Hann segir vanta í úttektina útlistun á því hvernig úttektin var framkvæmd og hvaða gögn voru lögð til grundvallar. Fyrir vikið sé erfitt að greina milli staðreynda og huglægra atriða. Davíð segir að sumar tilvitnanir séu ekki rétt eftir hafðar þrátt fyrir óskir um leiðréttingar. Þá lýsir forstjóri Umhverfisstofnunar sig ósammála niðurstöðum Ríkisendurskoðunar varðandi forgangsröð, faglegan ávinning og samskiptin við umhverfisráðuneytið. Hann er líka ósammála því, að breytt skipulag án aukinna fjármuna og mannafla muni gera stofnuninni betur kleift svo neinu nemi að sinna þeim verkum sem henni eru falin. Loks telur hann ályktanir um sparnað vegna flutnings starfsemi frá Akureyri til Reykjavíkur mjög vafasamar. Davíð segir Umhverfisstofnun sinna fjárfrekum verkefnum með takmörkuðum fjárveitingum. Þannig sé rekstur og uppbygging þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða mun fjárfrekari en þær fjárveitingar sem stofnunin fær. Vinna við innleiðingu og framkvæmd alþjóðlegra skuldbindinga sem Ísland hefur gengist undir sé líka langt umfram fjárveitingar sem veitt er til þeirra verka. Forstjóri Umhverfisstofnunar segir að meginviðfangsefni Ríkisendurskoðunar hafi átt að vera að greina hvort nauðsynlegt fjármagn hafi fylgt auknum verkefnum sem lögð hafa verið á stofnunina. Úttektin hafi hins vegar fyrst og fremst beinst að öðrum atriðum sem öðru fremur voru afleiðing aukin álags og fyrir liggur að með þessu missti hún sjónir á megintilgangi verkefnisins. Umhverfissráðuneytið hefur líka brugðist við úttekt Ríkisendurskoðunar og falið Sigurði H. Helgasyni stjórnsýslufræðingi að gera frekari athugun á starfsemi, stjórn og rekstri Umhverfisstofnunar í kjölfar stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira