Innlent

Fjármálaráðherra og starfsmenn ráðuneytisins taldir vanhæfir

Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Öryrkjabandalags Íslands vegna aðgerða lífeyrissjóðanna, hefur farið fram á með bréfi til Árna Mathiesen, fjármálaráðherra, að fjármálaráðherra, Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri, og allir starfsmenn ráðuneytisins sem undir hann falla víki sæti við meðferð málsins.

Í tilkynningu frá Öryrkjabandalaginu, segir að fjármálaráðherra hafi haft aðkomu að málinu með því að staðfesta breytingar á samþykktum þeirra 14 lífeyrissjóða sem hafa boðað afnám eða skerðingu örorkulífeyris.

Ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, Baldur Guðlaugsson, sé svo líka stjórnarformaður Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda, eins þeirra 14 sjóða sem hafa breytt reglum sínum hvað varðar örorkulífeyrisþega. Þetta skapi vanhæfi viðkomandi stjórnvalds. Öryrkjabandalagið segir að staðfesting fjármálaráðuneytisins á þessum breytingum hjá lífeyrissjóðunum sé þess vegna ógild frá upphafi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×