Innlent

Heimilid í fjáraukalögum

Fyrsta umræða um fjáraukalögin fer fram á Alþingi í dag. Í þeim kemur fram að heildartekjur Ríkissjóðs fyrir árið 2006 eru nú 29 milljörðum hærri en áætlað hafði verið og að Ríkið hefur hug á að kaupa Landsvirkjun af sveitarfélögunum.

Í endurmati á framvindu og þjóðhagsforsendum er áætlað að tekjur verði 40 milljörðum króna hærri en gert hafði verið ráð fyrir og gjöld 11 milljörðum hærri. Tekjuafgangur er áætlaður 49 milljarðar króna á yfirstandandi ári í stað 19,6 milljarða.

Í lögunum eru einnig heimildir fyrir sölu á ýmsum fasteignum, sölu á hlut ríkisins í Kauphöll Íslands, til stækkunar húsnæðis Iðnskólans í Reykjavík, endurnýjun á Breiðafjarðarferjunni Baldri og til viðræðna um kaup ríkissins á hlut sveitarfélaganna í Landsvirkjun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×