Erlent

Herstjórnin talin fresta stjórnarskrá

Embættismenn Myanmars (Burma) á blaðamannafundi í gær þar sem ráðstefna um stofnun stjórnarskrár landsins fer fram.
Embættismenn Myanmars (Burma) á blaðamannafundi í gær þar sem ráðstefna um stofnun stjórnarskrár landsins fer fram. MYND/AP

Herstjórnin í Burma fundar í dag um nýja stjórnarskrá, en stjórnin er undir auknum alþjóðlegum þrýstingi vegna vantrúar á ríkjandi stjórnarfari í landinu.

Herráðið valdi þá rúmlega 1,000 manns sem taka þátt í ráðstefnunni. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Aung San Suu Kyi, er í stofufangelsi og flokkur hennar er ekki þáttakandi í samningaviðræðunum.

Vestrænn embættismaður bjóst við að þjóðarráðið myndi hætta eftir fundinn, og að lokauppkast verði gert á komandi ári.

Gagnrýnendur segja viðræðurnar yfirskyn fyrir herstjórnina til að festa stjórn sína í sessi, en hún hefur verið við völd í fjóra áratugi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×