Innlent

Vatn flæddi inn í nokkur hús

Vatn flæddi inn í nokkur hús á Siglufirði í nótt. Gríðarleg úrkoma var í bænum en nú hefur stytt upp. Að sögn Sigurðar Hlöðverssonar, bæjartæknifræðings á Siglufirði, urðu nokkur hús fyrir vatnstjóni. Ástæða flóðanna er einkum tvíþætt. Annars vegar gríðarleg úrkoma í nótt og hins vegar er stórstreymt og staða sjávarfalla há. Vatn kom upp um niðurföll í einhverjum tilvikum við Lækjargötu og Túngötu og í öðrum tilvikum lak vatn í gegnum sökkla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×