Erlent

Íranir hætta ekki auðgun úrans

Utanríkisráðuneyti Íran sagði í gær að það myndi ekki hætta við auðgun úrans þrátt fyrir hótanir um alþjóðlegar viðskiptaþvinganir.

Sex landa nefnd á vegum Sameinuðu Þjóðanna sem unnið hefur að því að fá Íran til að hætta auðgun úrans höfðu hótað þvingunum, en gengu ekki svo langt að hóta refsiaðgerðum Öryggisráðsins.

Í lok ágúst sl. rann út frestur Írana til að hætta við auðgun úrans. Fulltrúar Evrópusambandsins og Íran funduðu í tvo daga vegna málsins í síðasta mánuði, án þess að lausn fyndist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×