Erlent

Rice átelur Íraka fyrir stjórnmálaágreining

Condoleezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna ásamt Nouri al-Maliki forsætisráðherra íraks á fundinum í gær.
Condoleezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna ásamt Nouri al-Maliki forsætisráðherra íraks á fundinum í gær. MYND/AP

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, varaði Írösk stjórnvöld við því í gær að þau yrðu nú þegar að finna lausn á stjórnmálaágreiningi sínum til að hemja aukið ofbeldið í landinu.

Rice flaug óvænt til Íraks eftir heimsókn með ísraelskum ráðamönnum í Jerúsalem. Í Baghdad hitti hún forsætisráðherra landsins Nouri al-Maliki og aðra háttsetta menn úr stjórn hans.

Talsmaður bandaríkjahers segir fjölda bíla-og vegasprengja vera með mesta móti frá innrásinni árið 2003.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×