Innlent

Skorað á Skagafjörð að fresta Villinganesvirkjun

Úr Skagafirði
Úr Skagafirði

Náttúruverndarsamtök Íslands skora á sveitarstjórn Skagafjarðar að fresta áformum um að setja Villinganes, og í framhaldinu Skatastaðavirkjun, inn á aðalskipulag. Sveitarstjórn Skagafjarðar fjallar um málið á fundi síðdegis.

Héraðsvötn ehf, sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga og Rarik er virkjanaaðili við Villinganes. Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri og framámaður í Framsóknarflokknum sagði í ræðu 2004, að undirbúningsvinnu vegna byggingar 33 MW virkjunar við Villinganes væri lokið, umhverfismat hefði verið unnið og samþykkt af ráðherra og mikilvægt væri að sveitarfélögin gengju sem fyrst frá staðfestu aðalskipulagi.

Frumdrög af virkjun við Skatastaði eru til staðar upp á 182 MW. Þórólfur sagði mikilvægt að Héraðsvötn ehf. fengju virkjunarrétt á öllu vatnasvæði beggja jökulánna í Skagafirði.

Náttúruverndarsamtökin segja í fréttatilkynningu, að mikill meirihluti Skagfirðinga sé andvígur stóriðjuframkvæmdum í Héraði og stuðningur við verndun Héraðsvatna sé mikill. Þá segir að Villinganesvirkjun hafi í för með sér mikil og varanleg umhverfisáhrif, orkugeta hennar er bæði lítil og kostnaðarsöm, auk þess sem uppbygging ferðaþjónustu á svæðinu færi forgörðum. Náttúruverndarsamtökin segja að hagkvæmni Villinganesvirkjunar sé það lítil að bygging hennar sé háð byggingu Skatastaðavirkjunar. Ekki liggi þó fyrir nein áform um virkun Jökulsár Austari, svo kallaða Skatastaðavirkjun. Öðru nær, sveitastjórnin hefur látið í ljósi vilja sinna til að kanna kosti þess að friðlýsa það svæði.

Því sé ekki tímabært að setja Villinganesvirkjun inn á aðalskipulag. Náttúruverndarsamtök Íslands minna á að virkjun Héraðsvatna í þágu stóriðju í öðrum landshlutum nýtur ekki stuðnings Skagfirðinga.

Skipulags og bygginganefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkti á fundi í september að setja Villinganesvirkjun inn á aðalskipulag sveitarfélagsins. Á sveitarstjórnarfundurinn í Skagafirði síðdegis ákveður

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×