Innlent

Bensín lækkar

Bensín lækkar á ný
Bensín lækkar á ný MYND/Getty Images

Atlantsolía lækkaði bensínverð um eina krónu og fimmtíu í gærkvöldi og kostar lítrinn þar nú tæpar 116 krónur. Þetta er þriðja lækkunin hjá félaginu á einum mánuði. Hefur bensín þar nú lækkað um 15 krónur frá því um miðjan júli, þegar það fór upp úr öllu valdi vegna hækkana á heimsmarkaði.

Olíufélagið hefur líka ákveðið lækkun á bensínverði í dag um kr. 2,00 á lítra. Dísilolía lækkar um kr. 1,00 krónu á lítra, flotaolía og flotadísilolía um kr. 1,60 og svartolía um kr. 0,70 á lítra. Eftir lækkunina verður algengasta verð á 95 oktana bensíni hjá Olíufélaginu kr. 116,90 á lítra. Skýring lækkunarinnar er lækkandi heimsmarkaðsverð og styrkari staða krónunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×