Erlent

Tilraun N-Kóreu ógnun við friðinn

Líklegt að tilraunin verði framkvæmd
Líklegt að tilraunin verði framkvæmd MYND/AP

Hörð viðbrögð hafa borist við fyrirhuguðum kjarnorkutilraunum Norðurkóreumanna en forseti öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna segir tilraunina ógna friði, stöðugleika og öryggi, bæði í Asíu og utan álfunnar.

Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna Christopher Hill tók í sama streng og sagði að Bandaríkjastjórn geti ekki unað við tilraunina. Norður Kórea ætti annað hvort framtíð eða kjarnavopn. Norður Kórea hefur haldið því fram að kjarnorkutilraunin sé viðbrögð við þeirri miklu ógn sem stafi af kjarnorkustríði frá Bandaríkjunum. Enn þykir mjög líklegt að tilraunin verði framkvæmd. Því til stuðnings hefur verið bent á að ekki hefur sést opinberlega til Kim Jong-ils í 20 daga, en hann hefur einnig horfið af sjónarsviðinu með svipuðum hætti fyrir aðrar ögrandi aðgerðir, eins og tilraunir með skotflaugar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×