Innlent

Sviptur fyrir hraðakstur

MYND/Hari
Nítján ára karlmaður, sem stöðvaður var í Ártúnsbrekku í fyrrakvöld eftir að hafa mælst á rúmlega 140 kílómetra hraða, hefur nú verið sviftur ökuréttindum og sektaður um tugi þúsunda króna. Hann var tvívegis tekinn fyrir of hraðann akstur í síðasta mánuði og tvívegis snemma í vor. Í annað skiptið á ofsahraða og missti þá ökuskírteinið í nokkra mánuði. Áður en hann hafði fengið það aftur var hann stöðvaður réttindalaus fyrir að aka yfir á rauðu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×