Innlent

Sofandi ökumaður og farþegar

Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af ökumanni, sem hafði sofnað undir stýri, í austurbænum í nótt. Til allrar lukku var bíllinn ekki á ferð þegar það gerðist. segir lögreglan. Bíllinn var hins vegar í gangi þegar að var komið og því þótt rétt að athuga með ökumanninn. Hann reyndist allsgáður.

Lögreglan segir í dagbók sinni, að fleiri vegfarendur hafi átt erfitt með að halda sér vakandi. Lögreglan hafi þannig verið kölluð til í gærkvöld vegna tveggja manna sem sváfu djúpum svefni í strætisvagni. Vagnstjórinn hafði árangurslaust reynt að vekja þessa farþega og það tókst loksins með aðstoð lögreglunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×