Innlent

Geir vinsælastur

Geir Haarde vermdi efsta sæti vinsældakönnunar á vegum Gallup.
Geir Haarde vermdi efsta sæti vinsældakönnunar á vegum Gallup.

Geir Haarde forsætisráðherra er vinsælasti ráðherrann samkæmt nýrri skoðanakönnun Capacent Gallups. Um 56% svarenda völdu Geir, en fast á hæla honum fylgdu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Siv Friðleifsdóttir.

Guðni Ágústsson og Einar K. Guðfinnsson voru með yfir 40 % og Jónína Bjartmars og Árni Mathiesen með ríflega 30%.

Magnús Stefánsson, Valgerður Sverrisdóttir, Sturla Böðvarsson, Jón Sigurðsson og Björn Bjarnason voru öll á bilinu 20 til 30%.

Þetta er í fyrsta sinn sem Gallup mælir vinsældir Jóns Sigurðssonar formanns Framsóknarflokksins, og endaði hann í næst neðsta sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×