Innlent

Ryanair til Íslands

Ryanair hefur áætlunarflug til Íslands frá Dublin næsta sumar.
Ryanair hefur áætlunarflug til Íslands frá Dublin næsta sumar. MYND/Michael O´Leary

Lággjaldaflugfélagið Ryanair ætlar að hefja áætlunarflug hingað til lands frá London og Dublin næsta sumar. Þetta kemur fram í fréttabréfi Félags íslenskra atvinnuflugmanna.

Ryanair verður þá eina flugvélagið sem flýgur áætlunarflug milli Íslands og Dublin. Samkeppnin harðnar aftur á móti á flugleiðinni milli London og Íslands, en á henni eru nú þegar flugfélögin Icelandair, British Airways og Iceland Express.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×