Erlent

Kólumbískir glæpabræður í fangelsi

Orejuela-bræðurnir í réttarsal, séð með augum teiknara AP-fréttastofunnar.
Orejuela-bræðurnir í réttarsal, séð með augum teiknara AP-fréttastofunnar. MYND/AP

Tveir kólumbískir bræður sem stýrðu hinum alræmda Cali-glæpahring játuðu í gær að hafa smyglað eiturlyfjum og þvegið peninga í tímamótasamkomulagi að mati bandarískra yfirmanna í baráttunni gegn eiturlyfjum. Þeir segja Cali-glæpahringinn, undir stjórn Orejuela-bræðranna, hafa haldið í Kólumbíu heljargreipum á sínum tíma og ráðið kókaínmarkaðnum í Bandaríkjunum.

Samningalotan hafði tekið marga mánuði en bræðurnir, sem eru 67 og 63ja ára, samþykktu að greiða milljarða Bandaríkjadala í sekt og fengu báðir 30 ára fangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×