Innlent

Valgerður hitti kvenutanríkisráðherra

Valgerður hitti meðal annarra Condoleezzu Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna, en hún bauð til fundarins.
Valgerður hitti meðal annarra Condoleezzu Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna, en hún bauð til fundarins. MYND/utanríkisráðuneytið

Valgerður Sverrisdóttir tók í dag þátt í hringborðsumræðum kvenutanríkisráðherra sem sækja allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Aðalumfjöllunarefni fundarins var með hvaða hætti hægt væri að efla völd kvenna og þátttöku þeirra á ýmsum sviðum samfélagsins, ekki síst í stjórnmálum og á vinnumarkaðnum.

 

Í máli sínu á fundinum fjallaði utanríkisráðherra um stöðu jafnréttismála á Íslandi og greindi m.a. í því samhengi frá mikilli atvinnuþátttöku kvenna, nýlegum fæðingarorlofslögum sem tryggja jafnan rétt karla og kvenna til fæðingarorlofs, og öðrum aðgerðum sem unnið hefur verið að til að koma í veg fyrir kynbundinn launamun.

 

Þá átti utanríkisráðherra í gær tvíhliða fundi með utanríkisráðherrum Liechteinstein, Sankti Lúsíu, Georgíu, Grenada og Rúanda og kynnti meðal annars framboð Íslands til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×