Segja lýðræði komið aftur á hið fyrsta 19. september 2006 22:30 Hermenn á götum Bangkok í dag. MYND/AP Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra Taílands, var steypt af stóli í herforingjabyltingu í dag. Talsmenn hersins segja valdaránið hafa verið nauðsynlegt vegna spillingar ríkisstjórnarinnar og lýðræði verði komið aftur á hið fyrsta. Það var síðdegis í dag, eða um miðnætti að staðartíma, sem skriðdrekar umkringdu stjórnarráðið í Bangkok og hermenn réðust þar til inngöngu. Í kjölfarið lýsti Thanksin Shinawatra, forsætisráðherra, yfir neyðarástandi í landinu, en hann er staddur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York og segist ennþá vera við völd. Á sjöunda tímanum í kvöld lýstu leiðtogar klofningshóps úr hernum því hins vegar yfir að herlög giltu í landinu, ríkisstjórnin hefði verið leyst frá völdum og stjórnarskráin felld úr gildi. Þeir sögðu valdaránið nauðsynlegt vegna langvarandi spillingar ríkisstjórnarinnar. Lýðræði yrði komið aftur á eins fljótt og frekast væri kostur. Leiðtogar klofningshópsins fóru síðan á fund Bhumibols konungs. Leiðtogi hópsins er Sonthi Boonyaratglin, herforingi, sem var rekinn í dag. Klofningshópurinn hefur lýst yfir stuðningi við konung en það þarf þó ekki að þýða að hann standi að baki valdaráninu, enda nýtur hann mikils stuðnings meðal langflestra þegna sinna og því þarf ekki að koma á óvart að þeir sem ræni völdum lýsi yfir stuðningi við hann. Sá orðrómur hefur verið þrálátur um nokkurt skeið í Taílandi að herinn hyggðist láta til skarar skríða gegn ríkisstjórninni, enda óhætt að segja að forsætisráðherrann hafi verið umdeildur og sakaður um að skara eld að köku sinni og gera vel við ættingja og vini. Hann leysti upp þing í febrúar og flokkur hans sigraði svo í kosningum í apríl en þær voru síðan dæmdar ólöglegar og því átti að kjósa á ný í haust. Líklegt var talið að flokkur forsætisráðherrans færi með sigur af hólmi þar sem hann nýtur töluverðs stuðnings á landsbyggðinni. Enn virðist ekki hafa komið til blóðsúthellingar í valdaráninu. Óvíst er hvenær forsætisráðherrann snýr aftur heim en vitað er að hann hefur hætt við ræðu sína á allsherjarþinginu og mun að öllum líkindum snúa heim fyrr en áætlað var. Erlent Fréttir Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra Taílands, var steypt af stóli í herforingjabyltingu í dag. Talsmenn hersins segja valdaránið hafa verið nauðsynlegt vegna spillingar ríkisstjórnarinnar og lýðræði verði komið aftur á hið fyrsta. Það var síðdegis í dag, eða um miðnætti að staðartíma, sem skriðdrekar umkringdu stjórnarráðið í Bangkok og hermenn réðust þar til inngöngu. Í kjölfarið lýsti Thanksin Shinawatra, forsætisráðherra, yfir neyðarástandi í landinu, en hann er staddur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York og segist ennþá vera við völd. Á sjöunda tímanum í kvöld lýstu leiðtogar klofningshóps úr hernum því hins vegar yfir að herlög giltu í landinu, ríkisstjórnin hefði verið leyst frá völdum og stjórnarskráin felld úr gildi. Þeir sögðu valdaránið nauðsynlegt vegna langvarandi spillingar ríkisstjórnarinnar. Lýðræði yrði komið aftur á eins fljótt og frekast væri kostur. Leiðtogar klofningshópsins fóru síðan á fund Bhumibols konungs. Leiðtogi hópsins er Sonthi Boonyaratglin, herforingi, sem var rekinn í dag. Klofningshópurinn hefur lýst yfir stuðningi við konung en það þarf þó ekki að þýða að hann standi að baki valdaráninu, enda nýtur hann mikils stuðnings meðal langflestra þegna sinna og því þarf ekki að koma á óvart að þeir sem ræni völdum lýsi yfir stuðningi við hann. Sá orðrómur hefur verið þrálátur um nokkurt skeið í Taílandi að herinn hyggðist láta til skarar skríða gegn ríkisstjórninni, enda óhætt að segja að forsætisráðherrann hafi verið umdeildur og sakaður um að skara eld að köku sinni og gera vel við ættingja og vini. Hann leysti upp þing í febrúar og flokkur hans sigraði svo í kosningum í apríl en þær voru síðan dæmdar ólöglegar og því átti að kjósa á ný í haust. Líklegt var talið að flokkur forsætisráðherrans færi með sigur af hólmi þar sem hann nýtur töluverðs stuðnings á landsbyggðinni. Enn virðist ekki hafa komið til blóðsúthellingar í valdaráninu. Óvíst er hvenær forsætisráðherrann snýr aftur heim en vitað er að hann hefur hætt við ræðu sína á allsherjarþinginu og mun að öllum líkindum snúa heim fyrr en áætlað var.
Erlent Fréttir Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira