Erlent

Ofbeldi er ekki kynþokkafullt

Karlarnir fá ekkert kynlíf fyrr en þeir læra að haga sér.
Karlarnir fá ekkert kynlíf fyrr en þeir læra að haga sér. MYND/Getty

Eiginkonur og kærustur götuklíkumeðlima í Kólumbíu grípa nú til sinna ráða til að sporna við ofbeldi á götum Pereira, þar sem ofbeldi er einna mest í allri Kólumbíu. Tugir kvenna neita mökum sínum um allt kynlíf þar til byssurnar verði lagðar á hilluna. Að sögn einnar þeirra eru skilaboðin sem þær vilja senda mönnunum að ofbeldi sé síður en svo kynþokkafullt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×