Innlent

Hvatt til mótmæla á heimsvísu

Alþjóðleg umhverfisverndarsamtök hvetja til mótmæla um allan heim fyrir utan íslensk sendiráð eða fyrirtæki sem á einhvern hátt tengjast Alcoa þann fyrsta september. Mótmælin eiga beinast gegn framkvæmdum Alcoa á Kárahnjúkasvæðinu sem og íslenska ríkinu

Það eru samtökin Saving Iceland sem hvetja til mótmælanna. En á heimasíðu þeirra segir að Íslendinga vanti sárlega utanaðkomandi aðstoð til að sporna við þeirri hættu sem steðjar að landi þeirra. Þau segjast einnig hafa orðið áfþreifanlega vör við galla á íslensku lýðræði. Íslenskir umhverfisverndarsinnar geti því ekki barist einir gegn framgöngu ríkisins og álfyrirtækja.

Í fréttatilkynningu Saving Iceland sem farið hefur víða um heim segir einnig að ekki hafi nokkurt tillit verið tekið til umhverfisáhrifa, vaxandi andstöðu við framkvæmdunum frá Íslendingum eða alþjóðasamfélaginu og viðvörunum vísindamanna, svo staðráðinn séu íslensk yfirvöld að ljúka við þessar framkvæmdir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×