Innlent

Vilja láta afnema stimpil- og uppgreiðslugjöld

Íslenskir bankar gætu boðið fólki mun betri kjör, að mati Samkeppniseftirlitsins sem hefur kannað samkeppni á bankamarkaði. Í skýrslunni er lagt til að hvor tvegga, stimpilgjöld og uppgreiðslugjöld af lánum, verði afnumin.

Norræn samkeppnisyfirvöld hafa kannað stöðuna á viðskiptabankamarkaði á Norðurlöndunum að undanförnu. Niðurstöður þeirra könnunar hafa nú verið birtar og þar kemur meðal annar í ljós að samþjöppun á þessum markaði er mjög mikil og samkeppni að sama skapi lítil. Samkeppniseftirlitið tók þátt í þessari könnun og hefur nú kynnt leiðir sem bankarnir þurfa að fara til að auka samkeppni hér á landi. Að sögn Páls Egils Pálssonar þá þurfa bankarnir til dæmis að fella niður uppgreiðlsugjöld svo hreyfanleiki innan kerfisins verði meiri. Þá þurfa stjórnvöld að afnema stimpilgjöld til að ná sama markmiði.

Páll segir einnig mikilvægt að öllum hindrunum verði rutt úr vegi svo auðvelt sé fyrir erlenda banka að hasla sér völl hér á landi. Hann segir þá þróun æskilega og til hagsbóta fyrir neytendur.

Enn fremur telur Samkeppniseftirlitið mikilvægt að íslensku bankarnir axli ábyrgð á markaðnum. Hann segir bankana fullfæra um að láta neytendur njóta góðs af góðu gengi þeirra. Það gætu þeir gert með því að lækka vexti og þjónustugjöld.

Þá hyggst Samkeppniseftirlitið koma því til leiða að sett verði á fót vefsíða sem auðveldar neytendum að bera saman verð og þjónustu bankanna. Eins mun það taka þátt í með norrænu samkeppnisyfirvöldunum að til verði Norræn markaður fyrir neytendur. Tillögur Samkeppnisstofnunar munu verða kynntar forsvarsmönnum bankanna sem og stjórnvöldum á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×